Kennarar

 Auður Haraldsdóttir

Auður er lærður danskennari með mikla reynslu í danskennslu. Hún er með íslenskt danskennarapróf ásamt Licentiate grade í Ballroom og Latin dönsum og stofnaði sinn eigin dansskóla 1983. Auður er framkvæmdastjóri og yfirkennari í DÍH og einnig haldið Lottó Open danskeppnina í samvinnu með foreldrafélagi DÍH. Auður kennir barna- og samkvæmisdansa í öllum flokkum hjá DÍH. Auður hefur starfað í stjórn Danskennarasambands Íslands til margra ára og er varaforseti sambandsins. Auður er með alþjóðleg dómararéttindi hjá WDSF og hjá WDC.

 

 Maxim Petrov

Max er danskennari í DÍH og þjálfar keppnispör. Hann er fyrrverandi keppnisdansari og keppti fyrir Rússland og náði mjög góðum árangri í Latin dönsum. Síðast dansaði hann fyrir Ísland með dansdömunni sinni frá Íslandi henni Elísabetu og gekk þeim mjög vel og kepptu bæði á HM og EM fyrir Ísland. Max hefur kennt hjá DÍH í fjölda mörg ár og miðlað af reynslu og kunnáttu. Max sigraði þáttinn “Allir Geta Dansað” með dansdömunni sinni henni Jóhönnu Guðrúnu sem sýndir voru á Stöð 2  !! Max verður gestakennari DÍH í vetur.

 Helga Dögg Helgadóttir

Helga Dögg er fyrrverandi keppnisdansari, margfaldur íslandsmeistari og unnið marga titla á stórmótum víða um heim. Hún þjálfar keppnispörin okkar í DÍH og kennir bæði hóp- og einkatíma. Helga Dögg er menntaður sálfræðingur og með mikla reynslu í dansinum.

 

This image has an empty alt attribute; its file name is Siggi.jpg Sigurður Már Atlason

Siggi Már er dansari með mikla reynslu í samkvæmisdansi og keppt út um allan heim fyrir hönd Íslands og gengið mjög vel. Hann ásamt dansdömu sinni til 15 ára voru valin danspar ársins 5x hjá Dansíþróttasambandi Íslands. Siggi Már ásamt Völu Eiríksdóttur sigruðu sjónvarpsþáttinn “Allir Geta Dansað” síðasta vetur. Siggi Már kennir Latin og Ballroom dansa hjá DÍH.

 Ástrós Traustadóttir

Ástrós hefur stundað samkvæmisdansa frá unga aldri og keppt með góðum árangri með dansherrunum sínum, bæði hérlendis og erlendis, en hún bjó um tíma í Frakklandi og dansaði þar og keppti og kenndi Latin dansa. Hún varð Frakklandsmeistari fyrir nokkrum árum. Hún aðstoðar í keppnishópum og þjálfar upp þrek og þol keppnisparanna okkur.

Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev kenna og æfa í DÍH. Þau keppa í flokki atvinnumanna í Latin dönsum.Þau bæði eru með langa og góða reynslu af samkvæmisdansi og hafa dansað bæði með fyrrverandi dansfélugum og nú saman út um allan heim. Þau kenna bæði hóp- og einkatíma. HannaRún er með Salsa/Latin tíma á miðvikudagskvöldum kl. 18.30 og 19.30.
Aron Logi Hrannarsson kennir Latin dansa hjá DÍH. Hann hefur mikla reynslu af samkvæmisdönsum og náð langt í danskeppnum út um allan heim með fyrrverandi dansdömum sínum. Aron hóf dansnám hjá DÍH aðeins 8 ára gamall og kom fljótt í ljós að hér væri á ferðinni danssnillingur mikill. Hann kennir bæði einka- og hóptíma.
Gestakennarar DÍH eru dansparið Nico og Sara.
Gestakennarar DÍH eru dansparið Alex og Katya.